Hvernig á að bæta við vöru

Mikilvægt er að hafa góðar upplýsingar um vöruna en það eykur líkur á sölu.

Product title – Gott að hafa lýsandi titil.

Verð og afsláttarverð – Fyrst er best að fylla bara inní verð svo er seinna meir hægt að gefa afsláttarverð.

Stutt lýsing – Setja inn stærð og ástand á vöru. td. “Lítið notuð peysa í medium en er pínu þröng svo hún gæti hentað small líka.”

Myndir – Hægt er að setja inn nokkrar myndir af flíkinni og er mjög mikilvægt að þær séu skýrar og ekki mikið af hlutum í bakgrunni. Best er að notast við einlitan ljósan vegg sem bakgrunn.

Flokkar – Mikilvægt er að setja vöruna í rétta flokka svo hún finnist auðveldlega á síðunni ef ýtt er á bláu örina fyrir framan aðalflokkana sjást undirflokkarnir

Sem dæmi ef ég væri að selja íþróttabuxur fyrir konur myndi ég haka í Konur,Buxur og Íþróttaföt.

Brands, colors, sizes:

Haka í allt sem á við, í Sizes er ýtt á bláu örina og þá sjást fleiri stærðir.

Gott er að fara yfir hvort allar upplýsingar séu réttar og búið að fylla inní allt. eftir það er ýtt á birta og þá er fyrsta varan þín komin í verslunina þína :).

Skildu eftir svar

×

Cart