Skilmálar

Þegar síðan okkar er heimsótt eða selt eða verslað er af síðunni, þá samþykkir þú skilyrði og skilmála okkar.

Prófíll/Síða

Fatasala.is er síða fyrir fólk sem vill selja föt frá sér eða fyrir fólk sem vill kaupa ný og notuð föt á hagstæðara verði.

Þar sem fatasóun er ein stærsta sóun í heiminum hvetjum við ykkur til að endurnýta gömlu eða nýju spjarirnar og kaupa notað.

Söluaðili býr til síðu/prófíl þar sem allar vörur ásamt lýsingu verður.

Við viljum tryggja að þú fáir sem mest útúr þínum viðskiptum og sért bæði ánægður viðskiptavinur og söluaðili.

Vinsamlegast lestu vel yfir skilmálana okkar til að hafa þá á hreinu.

Selt

ATH! Vara er greidd ef hún er “Í vinnslu“. Ef hún er t.d. “‘Í bið” eða annað skaltu ekki afgreiða pöntunina. Og mundu að merkja við “Afgreidd” þegar þú hefur afgreitt vöruna.

Eftir að vara er seld þarf söluaðili að ganga frá pöntun innan við 5 virka daga frá kaupum. Að ganga frá pöntun felst í því að senda vöruna innan 5 daga frá kaupum og merkja við á síðunni að búið sé að ganga frá pöntun.

Ef söluaðili getur ekki undir einhverjum kringumstæðum sent vöruna frá sér innan þess tíma verður þá vara endurgreidd til kaupanda og söluaðili missir söluna og fær ekki greitt fyrir þá vöru. Ekki er hægt að fá greitt fyrir vöru sem er seld en ekki er búið að afgreiða og senda til kaupanda. Ef seljandi getur ekki staðist við þessi skilyrði getur fatasala.is gert aðgang seljanda óvirkan þar sem hann er ekki að sinna sölum. Aðgangur verður þá gerður óvirkur og söluaðili fær ekki að selja undir þeirri eða annari verslun.

Keypt

Þegar vara er keypt á fatasala.is af söluaðila er varan keypt í því ástandi sem hún er samkvæmt myndum og lýsingu frá kaupanda og því ekki hægt að fá endurgreitt nema ekki hafi verið greint fyrir útlitsgöllum, blettum osvfr. Í lýsingu.

Greiðsla þarf að berast strax fyrir vöru til þess að varan sé þín og að söluaðili geti sent þér vöruna. Eftir kaup mun seljandi hafa 5 virka daga til að senda vöruna til þín (ekki er reiknað með þeim tíma sem pósturinn er að senda ef vara er send með Íslandspósti eða öðrum sendingar þjónustum). Ef varan hefur ekki borist til þín innan þess tíma biðjum við þig að hafa samband við okkur á fatasala@fatasala.is og við munum endurgreiða vöruna eða gefa frekari skýringu á afhverju varan er ekki komin.

Myndgæði 

Allar myndir af vörum þurfa að vera sannar og myndin þarf að vera þín eigin. Það þýðir að þú þarft persónulega að taka myndina og hún þarf að vera af flíkinni í því ástandi sem hún er seld. Myndir þurfa að vera nógu stórar og í nógu góðum gæðum svo varan sjáist almennilega. Við mælum með að taka myndina í góðri lýsingu.

Einnig þurfa allar myndir að vera með hreinum bakgrunn (best er að nota hvítann eða svartann vegg) og ekki sjást í aðra hluti/fólk á myndunum. Þú mátt setja mynd af þér í fötunum en þarf myndin samt að uppfylla skilyrði hér að ofan. Óheimilt er að setja myndir teknar af öðrum vefsíðum eða af flík sem er eins og þú ert að selja.

Verð

Verðin sem gefin eru upp á heimasíðunni eru með virðisaukaskatti.

Þóknun

Þóknun (15%) verður sjálfkrafa dregin frá samanlagðri heildarsölu, áður en söluhagnaður er greiddur út til seljanda.

Sjálfstæður rekstur

Ef þú sérð fyrir þér að reka þína eigin verslun á síðunni, ertu sjálf/ur ábyrg/ur fyrir því að gefa upp réttar upplýsingar til skatts.

Eignaréttur og vöruskilmálar

Seljandi er einn ábyrgur fyrir því að hafa ótakmarkaðan eignarétt á vörum sínum og rétt til þess að selja þær. Ekki er heimilt að selja ólöglegar, falsaðar eða skaðlegar vörur, tóbak, áfengi, matvöru, vopn, flugelda, klámfengið efni, vörur sem eru ekki ætlaðar í endursölu eða aðrar vörur sem fatasala.is telur ekki við hæfi. Ef þessu er ekki framfylgt verða vörur þessar fjarlægðar án fyrirvara. Fatasala.is áskilur sér rétt á fjarlægja vörur sem metnar eru skaðlegar fyrir ímynd eða staðla síðunnar, eins og til dæmis skítugar, rifnar eða götóttar (sem eiga þá ekki að vera götóttar) vörur. Ath. að notuðum vörum sem keyptar eru á fatasala.is fást hvorki skilað né skipt. Varan er keypt í því ástandi sem hún er í og er því á ábyrgð kaupanda eftir greiðslu.

Breyta verðum

Seljandi getur breytt verðum eins og sér hentar og einnig sett vöruna á afslátt ef þess er óskað. Þetta er allt gert í “Mín Verslun” .

Söluhagnaður greiddur út

Fatasala.is greiðir út 85% af heildarsölunni til þín. Útborgunin greiðist út með millifærslu  innan 24 klukkutíma á virkum dögum. Hægt er að fá greitt fyrir hverja og eina vöru viku eftir að vara er merkt við “Lokið/Afgreidd” í afgreiðslu ferlinu og ef varan hefur komið á lagerinn okkar á Hamarshöfða 1. Söluhagnaður af hverri og einni vöru er aðeins geymdur fyrir seljanda í þrjá mánuði og þarf að biðja um millifærslu á vörum innan þess tíma. Útborgun af söluhagnaði verður einnig að gerast innan við þrjá mánuði eftir að síða/prófíll er gerð óvirk.

ATH! Ef varan berst ekki til okkar á Hamarshöfða 1 innan við 5daga án útskýringa verður varan tekin úr söluferli og endurgreidd til viðskiptavinar sem keypti vöruna.

Ábyrgð og ágreiningur og skil

Fatasala.is er söluaðili og ábyrgist allar greiðslur°og endurgreiðslur. Ef ágreing er um að ræða skal hafa samband við fatasla@fatasla.is

Persónuverndarstefna

Fyrirtækið skilur og virðir mikilvægi einkalífs á Internetinu, og því mun það ekki gefa upp upplýsingar um viðskiptavini/notendur til þriðja aðila, nema nauðsynlegt sé til að framkvæma ákveðin viðskipti. Fyrirtækið mun ekki selja nafnið þitt, netfang, kreditkort eða persónuleg gögn til þriðja aðila án samþykki þíns.

Styrktarsíða

Allur ágóði fer til styrktar!
Á þessari styrktarsíðunnifer allur ágóði af seldum fötum í styrktarsjóð fyrir fólk, dýr, börn eða sjóði sem tengjast því að varðveita umhverfið og plánetuna okkar.
Nýr styrktarsjóður verður valinn í hverjum mánuði. (Við tilkynnum styrktarsjóði á facebook og Instagram)
Ef þú vilt selja fötin þín á styrktarsíðunni þarftu að merkja við “Styrktar fatnaður” þegar þú setur flíkina inn á þína verslun.
Allur ágóði seldra vara fer til styrktar þess félags sem valið verður í lok hvers mánaðar.
ATH! Allur ágóði á styrktarsíðunni fer í styrk. Engin þóknun fer til söluaðila né fatasölu.is

×

Cart